Konrad Adenauer
Konrad Adenauer | |
---|---|
![]() | |
Kanslari Vestur-Þýskalands | |
Í embætti 15. september 1949 – 11. október 1963 | |
Forseti | Theodor Heuss Heinrich Lübke |
Forveri | Lutz Schwerin von Krosigk (1945) |
Eftirmaður | Ludwig Erhard |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 5. janúar 1876 Köln, þýska keisaraveldinu |
Látinn | 19. apríl 1967 (91 árs) Bad Honnef, Vestur-Þýskalandi |
Stjórnmálaflokkur | Kristilegi demókrataflokkurinn (1945–1967); Miðflokkurinn (1906–1933) |
Maki | Emma Weyer (1904–1916); Auguste Zinsser (1919–1948) |
Trúarbrögð | Kaþólskur |
Börn | 8 |
Háskóli | Háskólinn í Freiburg Háskólinn í München Háskólinn í Bonn |
Starf | Stjórnmálamaður |
Undirskrift | ![]() |
Konrad Hermann Joseph Adenauer (5. janúar 1876 – 19. apríl 1967) var þýskur stjórnmálamaður og fyrsti kanslari Vestur-Þýskalands á árunum 1949 til 1963. Hann átti mikinn þátt í að endurreisa Þýskaland úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og gerði þjóðina að iðnaðarveldi með náin tengsl við Frakkland, Bretland og Bandaríkin. Á stjórnarárum hans náði Þýskaland fram lýðræðisumbótum, stöðugleika, virðingu á alþjóðavelli og efnahagsfarsæld. Adenauer var fyrsti formaður Kristilega demókrataflokksins (CDU) sem varð einn áhrifamesti stjórnmálaflokkur Þýskalands.
Adenauer var kanslari þar til hann var orðinn áttatíu og sjö ára og fékk því gælunafnið „Der Alte“ („sá gamli“). Hann var hlynntur frjálslyndu lýðræði, blönduðu markaðskerfi og andkommúnisma. Hann þótti klókur stjórnmálamaður og dyggur stuðningsmaður vestrænnar utanríkisstefnu og viðreisn Vestur-Þýskalands á alþjóðavelli. Hann endurreisti vestur-þýska hagkerfið í því sem nefnt var „Wirtschaftswunder,“ þýska „efnahagsundrinu.“ Hann kom aftur á fót þýska hernum (Bundeswehr) árið 1955 og kom á sáttum Þjóðverja og Frakka. Þannig ruddi hann veginn fyrir efnahagslegum samruna Vestur-Evrópu. Adenauer var harður andstæðingur Austur-Þýskalands og leiddi sína þjóð inn í Atlantshafsbandalagið til að stemma stigu við uppgangi kommúnisma í Evrópu.
Adenauer var trúrækinn kaþólikki og hafði verið meðlimur Miðflokksins í Weimar-lýðveldinu, þar sem hann hafði verið borgarstjóri Kölnar (1917 – 1933) og forseti prússneska héraðsþingsins (1922 – 1933).
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „Konrad Adenauer“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. júní 2017.
Fyrirrennari: Lutz Schwerin von Krosigk |
|
Eftirmaður: Ludwig Erhard |
