Fara í innihald

Svjatlana Tsíkhanoúskaja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svetlana Tsíkhanovskaja árið 2021.

Svjatlana Heorhíjeúna Tsíkhanoúskaja (hvítrússneska: Святлана Георгіеўна Ціханоўская; rússneska: Светлана Георгиевна Тихановская, umritað Svetlana Georgíjevna Tíkhanovskaja; fædd 11. september 1982) er hvítrússneskur mannréttindafrömuður og stjórnmálamaður sem bauð sig fram forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi  2020. Sitjandi forsetinn Alexander Lúkasjenkó var lýstur sigurvegari í kosningunni og opinberar tölur gáfu til kynna að hann hefði unnið um 80 prósent atkvæða.[1] Þessi niðurstaða hefur verið mjög umdeild og Lúkasjenkó hefur verið sakaður um að hafa rangt við í kosningunni. Svetlana viðurkenndi ekki sigur Lúkasjenkós og hefur tekið þátt í fjöldamótmælum gegn kosningunum og einræðisstjórn Lúkasjenkós frá ágúst 2020. Hún flúði til Litáen í mótmælunum af ótta um líf sitt og líf barna sinna.[2] Sum ríki, meðal annars Bretland, hafa ekki viðurkennt niðurstöðu kosninganna.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bogi Ágústsson (10. ágúst 2020). „Tsíkhanovskaja neitar að viðurkenna ósigur“. RÚV. Sótt 17. ágúst 2020.
  2. Jónas Atli Gunnarsson (17. ágúst 2020). „Framtíð Lúkasjenkó óviss“. Kjarninn. Sótt 17. ágúst 2020.