Bergþóra Árnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bergþóra Árnadóttir
Bergþóra Árnadóttir
Bergþóra Árnadóttir
Upplýsingar
FæddBergþóra Árnadóttir
1948
Dáin2007
StörfSöngvaskáld
HljóðfæriRödd og gítar

Bergþóra Árnadóttir (f. 15. febrúar 1948; d. 8. mars 2007) var söngvaskáld og einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Bergþóra ólst upp í Hveragerði með systkinum sínum Bergi Sverrissyni og Margréti Sverrisdóttur en foreldrar hennar eru Árni Jónsson trésmiður, frá Ísafirði (f.20.6. 1923, d. 26.8. 1993) og Aðalbjörg Margrét Jóhannsdóttir, fædd á Reykjum á Reykjaströnd (f.5.3. 1922). Foreldrar Bergþóru voru bæði unnendur tónlistar og spiluðu á hljóðfæri, Aðalbjörg á gítar og munnhörpu og Árni á gítar.

Nokkru áður en Bergþóra skellti sér í hæfileikakeppnina hjá Ólafi Gauk.
Bergþóra með foreldrum sínum á tónleikum í Norræna húsinu 1986.
Vísnavinir: Bergþóra Árnadóttir, Gísli Helgason og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Fjölskyldan; Bergþóra, Jón Tryggvi, Birgitta og Jón.


Bergþóra var þrígift. Með fyrsta manni sínum Karli Lárusi Valdimarssyni, (f. 22. febrúar 1941, d. 13. febrúar 2001), eignaðist hún dótturina, Birgittu, f. 17. apríl 1967. Þau skildu. Árið 1971 gekk Bergþóra að eiga Jón Ólafsson skipsstjóra, (f. 8. júlí 1940, d. 24. desember 1987). Þau eignuðust eitt barn, Jón Tryggva, f. 1. apríl 1972. Jón ættleiddi Birgittu þegar hún var sex ára. Þau skildu 1982. Árið eftir giftist Bergþóra Þorvaldi Inga Jónssyni, f. 3. mars 1958, þau skildu 1988. Sambýlismaður Bergþóru til 17 ára var daninn Peter Sørensen, f. 22. mars 1941.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1968 kom Bergþóra fyrst fram á opinberum vettvangi. Það var í hæfileikakeppni sem Ólafur Gaukur stóð fyrir í Tónabæ.

Árið 1975 koma svo fyrstu lög hennar út á hljómplötu. Það var á safnplötunni Hrif 2 sem Ámundi Ámundason gaf út en Jakob Frímann Magnússon stjórnaði upptökum á. Lögin eru „Þrá“ við texta Björns Braga og „Ég elska“ við ljóð Páls J. Árdal.

Eintak[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sólóplata Bergþóru; Eintak kom út árið 1977 í beinu framhaldi af þátttöku hennar á safnplötunni Hrif2. Platan var tekin upp í hinu nýja og fullkomna hljóðveri Hljóðrita í Hafnarfirði og var þar valinn maður í hverju rúmi. Á plötunni eru 12 lög eftir Bergþóru við ljóð og texta ýmissa skálda, þar á meðal „Verkamaður“ eftir Stein Steinarr en það átti eftir að verða kennimark Bergþóru og það laga hennar sem farið hefur hvað víðast.

Platan fékk dræmar undirtektir og seldist illa.

Vísnavinir[breyta | breyta frumkóða]

Félagsskapurinn Vísnavinir var stofnaður 1976 af áhugafólki um þjóðlega íslenska tónlist og vísnasöng. Þessi tegund tónlistar átti þá undir högg að sækja frá breskri Bítlamenningu sem tröllreið öllu. Vísnavinafélaginu óx fljótlega fiskur um hrygg sem leiddi til fastra reglulegra vísnakvölda á Hótel Borg. Þar var öllum frjálst að taka þátt og brátt mynduðust kjarnar eða hópar sem fluttu íslensk þjóðlög.

Einn þeirra var hópurinn Vísnavinir sem Bergþóra tengdist. Þau gáfu út plötuna Heyrðu 1981 þar sem Bergþóra á tvö lög. Þessi hópur Vísnavina breytti svo fljótlega um gír og úr varð sönghópurinn Hálft í hvoru sem gaf út plötuna „Almannarómur“ 1982.

Bergmál[breyta | breyta frumkóða]

Önnur sólóplata Bergþóru sem nefndist Bergmál kom út 1982. Á þeirri plötu er 15 lög eftir Bergþóru við ljóð skálda líkt og á fyrri plötu hennar en eitt ljóð er eftir Bergþóru. Það er textinn; „Einu sinni þú“ sem hún samdi í júlí 1981 og tileinkaði þáverandi sambýlismanni sínum og útgefanda plötunnar, Þorvaldi Inga Jónssyni. Platan fékk ágæta dóma og seldist vel. Á sama tíma og Bergmál kom út var haldin Íslensk Iðnsýning (Heimilið) í Laugardalshöll. Bergþóra ásamt Þorvaldi Inga og samstarfsfólki í SATT, MFA, Galleri Lækjartorg (Jóhann G. Jóhannsson) og ÞOR opnuðu bás á sýningunni og kynntu íslenska menningu.

Í Morgunblaðinu 27. ágúst 1982 er viðtal við Bergþóru í tilefni af útkomu plötunnar og líkir hún tilfinningunni við útkomu Bergmáls eins og því að fæða velskapað barn.

Eins og áður segir fékk platan ágæta dóma og var útkoma hennar viss sigur fyrir Bergþóru og íslenska þjóðlega tónlist. Jafnvel harðir naglar eins og pop skríbent Helgarpóstsins gat ekki látið hjá líða að fjalla um plötuna þrátt fyrir yfirlýst áhugaleysi á vísnatónlist.

Afturhvarf[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja plata Bergþóru Árnadóttur kom út síðsumars 1983. Á henni eru 13 lög við ljóð ýmissa skálda og rithöfunda eins og; Steins Steinarr, Sigurðar Á. Friðþjófssonar, Jóhannesar úr Kötlum, Páls J. Árdal, Benedikts Gröndal, Tómasar Guðmundssonar og Páls Ólafssonar.

Sérfræðingur Morgunblaðsins um tónlist var á þessum tíma Sigurður Sverrisson. Hann gerði plötunni skil í blaðinu þar sem þetta kom meðal annars fram.

Í seinna lagi[breyta | breyta frumkóða]

Það liðu ein fjögur ár þar til næsta sólóplata kom út og sem reyndist síðasta plata Bergþóru. Haustið 1987 kom platan „Í seinna lagi“ í verslanir. Platan inniheldur 19 lög og er sérstök fyrir þær sakir að hún var tekin upp „Live“ á fimm tímum í Stúdíó Stemmu sem Sigurður Rúnar Jónsson rak þá úti á Seltjarnarnesi. Að auki kom Sjónvarpið (RÚV) að málum og tók upp „hljómleikana“ sem voru síðar sýndir í Sjónvarpinu. Tónlistarfólkið sem vann plötuna með Bergþóru og spilaði með henni á sviðinu í Stemmu voru: Abdou á slagverk; Eyjólfur Kristjánsson á gítar; Hjörtur Howser á hljómborð; Kristinn Svavarsson á saxófón; Pálmi Gunnarsson á bassa; Sigurður Reynisson á trommur og Tryggvi Hübner á gítar.


Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Sólóplötur[breyta | breyta frumkóða]

LP

  • FM 008 - Eintak – Fálkinn - 1977
  • ÞOR 001 - Bergmál – ÞOR -1982
  • ÞOR 002 - Afturhvarf – ÞOR – 1983
  • ÞOR 008 - Skólaljóð – ÞOR - 1986
  • SLP 003 - Í seinna lagi – Skífan - 1987

Söngflokkar[breyta | breyta frumkóða]

LP

  • VV 001 - Heyrðu – Vísnavinir – Vísnavinir - 1981
  • MFA 001 - Almannarómur - Hálft í hvoru – Menningar og friðarsamtök alþýðu - 1982
  • VV 004 - Að vísu – Vísnavinir – Vísnavinir - 1986

Safnplötur[breyta | breyta frumkóða]

LP

  • ÁÁ 028 - Hrif 2 - 1976
  • SHA2 - Eitt verð ég að segja þér - Heimavarnarliðið 1979
  • SHA - Hvað tefur þig bróðir – Heimavarnarliðið – 1982

CD

  • Lífsbókin (Safndiskur) – 1998
  • Baráttusöngvar fyrir friði og þjóðfrelsi – Ýmsir - 1999
  • Skref fyrir skref (Safndiskur) - 1985 – 2005
  • Bezt - 2011

Snældur

  • ÞOR – Ævintýri úr Nykurtjörn (Snælda og bók) - 1984
  • Á felgunni – bílasnælda – 1984
  • Skólaljóð – snælda - 1986

Annað

  • ÞOR 006 – Það vorar – Bergþóra Árnadóttir & Graham Smith – ÞOR - 1985
  • Ævintýri úr Nykurtjörn

Litlar plötur 45 snúninga

  • EBA 001 – Jólasteinn – Bergþóra Árnadóttir – EBA - 1981

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]