Fara í innihald

Ha? (sjónvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ha?
Merki sjónvarpsþáttarins
Tegundspurningaþáttur
KynnirJóhann G. Jóhannsson
UpprunalandÍsland
Frummálíslenska
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðSkjár Einn
Tenglar
Vefsíða

Sjónvarpsþátturinn Ha? er spurninga- og skemmtiþáttur sem hóf göngu sína á Skjá einum snemma árs 2011. Þátturinn sker sig nokkuð úr hefðbundnum íslenskum spurningaþáttum í sjónvarpi að því leyti að stig keppenda eru algjört aukaatriði, en höfuðáherslan er á skemmtanaþáttinn.

Skipulag þáttarins

[breyta | breyta frumkóða]

Ha? er undir sterkum áhrifum frá breskum spurningaþáttum á borð við Never mind the Buzzcocks, A Question of Sport, Have I got News for You? og Q.I. Uppbygging allra þessara þátta er keimlík: spyrill og þáttarstjórnandi situr í miðjunni og hefur keppnislið til beggja handa, sem skipuð eru föstum keppanda og einum eða tveimur gestum, sem eru nýir í hverri viku. Afþreyingargildið er í fyrirrúmi og keppast þátttakendur frekar við að slá á létta strengi en að hala inn stig.

Ha? er ekki fyrsti þáttur þessarar gerðar í íslensku sjónvarpi. Þátturinn Þetta helst var sýndur um nokkurra ára skeið á RÚV, en honum svipað mjög til Have I got News for You?

Hver þáttur af Ha? skiptist upp í þrjú hólf. Í fyrsta hólfi eru einkum spurningar og þrautir sem tengjast nýlegum fréttum dagblaðanna og efni sem finna má á samskiptavefnum Facebook. Í öðru hólfi er leitað mjög í smiðju bresku Q.I.-þáttanna og spurt spurninga um sérviskuleg efni, þar sem oftar en ekki er leitast við að leiðrétta almenn sannindi. Í þriðja hólfi fer mikið fyrir skoplegum myndböndum af YouTube og þáttarstjórnandi og föstu keppendurnir söngla kunn dægurlög í lið sem fenginn er að láni úr Never mind the Buzzcocks.

Stjórnendur og gestir

[breyta | breyta frumkóða]

Jóhann G. Jóhannsson leikari er spyrill og þáttarstjórnandi í Ha?. Fastagestirnir í fyrstu þáttaröð voru Edda Björg Eyjólfsdóttir leikkona og Sólmundur Hólm Sólmundarson skemmtikraftur. Þegar sýningar á annarri þáttaröð hófust í september 2011 var tilkynnt að Sólmundur myndi einn vera í hlutverki fastagests. Í fjórðu þáttaröðinni, vorið 2013, bættist Gunnar Sigurðarson í hópinn sem fastagestur. Aðalhöfundur spurninga er Stefán Pálsson.

Gestir í 1. þáttaröð, vor 2011:

Gestir í 2. þáttaröð, haust 2011:

Gestir í 3. þáttaröð, vor 2012:

Gestir í 4. þáttaröð, vor 2013: