YouTube

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki myndbandavefsins YouTube

YouTube er myndasíða sem var opnuð 15. febrúar 2005. Þar geta notendur hlaðið inn, horft á og deilt myndböndum. YouTube var stofnað af þeim Chad Hurley, Steve Chen og Jawed Karim sem áður störfuðu fyrir PayPal.

YouTube notar HTML5 myndbandstækni til þess að dreifa myndböndum til áhorfenda. Hugmyndin á bakvið vefsíðuna er sú að hver sem er geti komið sínu eigin efni á netið án þess að greiða fyrir það. Á YouTube má finna fjölmargar gerðir myndbanda, til að mynda brot úr sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndbönd auk efnis frá hinum almenna notanda svo sem kennslumyndbönd ýmiskonar og myndblogg. Vefurinn gerir hverjum sem er kleift að horfa á þessi myndskeið sér að kostnaðarlausu.

Tímaritið Time útnefndi YouTube nýjung ársins 2006. Í nóvember það ár keypti Google YouTube fyrir hlutabréfaeign í Google að verðmæti 1,65 milljarða Bandaríkjadollara.

Höfundarréttur[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem daglega er sendur gífurlegur fjöldi myndbanda á YouTube er ógerlegt fyrir starfsmenn síðunnar að fylgjast með þeim öllum. Mörg dæmi eru um að efni sem á hvílir höfundarréttur sé sent inn á vefinn. Algóritmi hjálpar til við að finna höfundaréttarbrot. Við þessu er reynt að sporna með því að fleygja út því efni sem finnst, en eftir situr gífurlegur fjöldi myndbanda sem óæskilegt er að séu á vefnum. Mörg fyrirtæki og einstaklingar hafa fett fingur út í þetta og sumir hverjir hafa kært YouTube. YouTube dró úr fjölda þessara tilfella með því að gera samning við stór útgáfufyrirtæki um að birta tónlistarmyndbönd þeirra á vefnum sér til kynningarauka.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]