Kristín Þóra Haraldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Kristinthora.jpg
Persónulegar upplýsingar
Fædd25. febrúar 1982
ÞjóðerniReykjavík,
Fáni Íslands Íslandi
HáskóliListaháskóli Íslands
AtvinnaLeikkona


Kristín Þóra Haraldsdóttir (fædd 25. febrúar 1982) er íslensk leikkona. Hún útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2007.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Eftir útskrift var Kristín Þóra fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar. Kristín lék í Óvitum, Ökutímum og Fló á skinni hjá Leikfélagi Akureyrar. Vorið 2008 var Kristín Þóra fastráðin hjá Borgarleikhúsinu. Þar hefur hún m.a. leikið í Vestrinu eina, Rústað, Fólkinu í kjallaranum, Ofviðrinu, Strýhærða Pétri, Elsku barni, Fanny og Alexander, Tengdó, Hamlet litla, Óskasteinum, Sókratesi, Flóð, Auglýsingu ársins, Ræmunni og Guð blessi Ísland.

Af nýlegum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum má nefna kvikmyndirnar Andið eðlilega eftir Ísold Uggadóttur og Lof mér að falla eftir Baldvin Z.[1]

Kristín Þóra var valin í hóp „Shooting stars“ 2019 af samtökunum European Film Promotion.[2] Þau velja á hverju ári tíu efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna sem vakið hafa sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi.

Tilnefningar og verðlaun[breyta | breyta frumkóða]

Kristín Þóra hlaut Grímuverðlaunin 2016 sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Auglýsingu ársins.

Hún fékk tilnefningu til Grímunnar sem leikkona ársins í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Gauragangi og Loddaranum og tilnefningu sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Óskasteinum, Peggy Pickit sér andlit guðs og Samþykki. Kristín Þóra hlaut Stefaníustjakann frá minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur árið 2014.[1]

Árið 2019 hlaut hún Edduna sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni Lof mér að falla og var tilnefnd sem besta leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Andið eðlilega.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 http://www.leikhusid.is/um-okkur/starfsfolk/leikarar/leikarar/kristin-thora-haraldsdottir
  2. https://www.efp-online.com/en/shootingstars/27514/1/Kristin-Thora-Haraldsd-ttir
  3. http://eddan.is/?p=1994