Kristján Guy Burgess

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kristján Guy Burgess (fæddur 31. mars 1973) er íslenskur alþjóðastjórnmálafræðingur, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra.

Kristján Guy gekk í Menntaskólann í Reykjavík og nam svo sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur framhaldsmenntun í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum. Kristján hefur starfað sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu og var um tíma fréttastjóri á DV. Hann varð aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í minnihlutastjórn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingar.

Kristján er í sambúð með Rósu Björk Brynjólfsdóttur og eiga þau tvö börn saman.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]