Fara í innihald

Vilhelm Anton Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vilhelm Anton Jónsson (fæddur í Reykjavík 3. janúar 1978) er íslenskur tónlistar- og sjónvarpsmaður og rithöfundur. Hann lauk B.A.-prófi í heimspeki við Háskóla Íslands.

Vilhelm varð þekktur undir heitinu Villi naglbítur eftir hljómsveitinni 200.000 naglbítar. Einnig hefur hann verið kallaður Villi vísindamaður en hann hefur skrifað barnabækur um vísindi.

Vilhelm hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum t.d Algjör Sveppi, Ameríski draumurinn, Algjör Sveppi og leitin að Villa, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, Algjör Sveppi og Töfraskápurinn og Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum. Þá var hann um nokkurra ára skeið spurningahöfundur og dómari í spurningakeppninni Gettu betur.