Fara í innihald

Björn Bragi Arnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Björn Bragi Arnarsson (fæddur 4. júlí 1984) er íslenskur uppistandari og sjónvarpsmaður.

Björn Bragi er stjórnandi sjónvarpsþáttarins Kviss sem hóf göngu sína á Stöð 2 árið 2020. Áður hefur hann stýrt fjölda annarra sjónvarpsþátta á bæði Stöð 2 og RÚV. Hann hlaut Edduverðlaun sem sjónvarpsmaður ársins árið 2013.

Hann er meðlimur í uppistandshópnum Mið-Íslandi og einn af þeim sem koma fram í uppistandinu Púðursykri sem sýnt er í Sykursalnum á veturna.

Björn Bragi er eigandi Sykursalarins sem er veislu- og viðburðasalur í Grósku hugmyndahúsi. Hann er einnig eigandi útgáfufyrirtækisins Fullt tungl sem hefur gefið út fjölda vinsælla spila og bóka.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.