Stefán Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík 18. ágúst 2007

Stefán Pálsson (1975) er íslenskur sagnfræðingur, stjórnmálaskýrandi og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík. Hann stundaði nám við MR þar sem hann tók þátt í spurningakeppninni Gettu betur og var hann í sigurliðinu 1995. Árin 2004 og 2005 gegndi hann sjálfur stöðu dómara í keppninni. Hann var á tímabili söngvari í pönk-hljómsveitinni Tony Blair. Hann er dyggur aðdáandi Knattspyrnufélagsins Fram og breska knattspyrnuliðsins Luton Town. Stefán er mikill áhugamaður um viský og bjór.

Auk Gettu betur tók Stefán einnig þátt í ræðukeppninni MORFÍS á menntaskólaárum sínum. Eftir að hann lauk námi og fram eftir þrítugsaldri kom hann að þjálfun bæði Gettu betur- og Morfís-liða ýmissa framhaldsskóla. Hann hefur starfað sem spurningahöfundur og dómari í Gettu betur[1] og Útsvari[2].

Stefán er mikill áhugamaður um teiknimyndasögur. Árið 2013 setti hann ræðumet með þrettán og hálfrar klukkustundar fyrirlestri um Sval og Val, sem fögnuðu 75 ára afmæli um þær mundir.[3]

Stefán hefur verið virkur í starfi Vinstri grænna, en hann var einnig einn stofnenda Málfundafélags úngra róttæklinga (MÚR) árið 1999, sem hélt úti vefritinu Múrnum fram til 2007. Hann skipaði annað sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 og er fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins.

Stefán var formaður Samtaka hernaðarandstæðinga frá árinu 2000 til 2015.[4]

Eiginkona Stefáns er Steinunn Þóra Árnadóttir alþingiskona.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Helstu ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Borðspil[breyta | breyta frumkóða]

 • Spark - spurningaspil um knattspyrnu (2005)
 • Gettu betur-spilið - 10 ára afmælisútgáfa (2010)
 • Íslandssöguspilið (2013)
 • Íslenska spurningaspilið (2019)
 • Evrópa - spurningaspil (2021)

Spurningaþættir í sjónvarpi og útvarpi[breyta | breyta frumkóða]

 • Gettu betur á RÚV (2004-05)
 • Spark - spurningaþáttur um knattspyrnu á Skjá 1 (2005)
 • Ha? á Skjá 1 (2011-13)
 • Útsvar á RÚV (2013-15)
 • Spurningakeppni fjölmiðlanna á Bylgjunni (2018-21)
 • Kvisslingur á Sjónvarpi Símans (2020)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. [„Svarað til sigurs“ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1003252/], Morgunblaðið, 23. febrúar 2005.
 2. [„Spornað við íþróttameiðslum í Útsvari“ http://www.ruv.is/ras-2/spornad-vid-ithrottameidslum-i-utsvari[óvirkur tengill]], RÚV, 13. september 2013.
 3. [„Talaði sleitulaust frá morgni til kvölds http://ruv.is/frett/taladi-sleitulaust-fra-morgni-til-kvolds“[óvirkur tengill]], RÚV, 22. maí 2013.
 4. Hernaðarandstæðingur hættur eftir fimmtán ár, Vísir, 20. mars 2015.