Hjörvar Hafliðason
Hjörvar Hafliðason | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Hjörvar Hafliðason | |
Fæðingardagur | 6. október 1980 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Leikstaða | Markvörður | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1998 | HK | 13 |
1999-2002 | Valur | 38 |
2000-2001 | Stoke City | 0 |
2005-2007 | Breiðablik | 43 |
Landsliðsferill | ||
2000 | Ísland U-21 | 1 |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Hjörvar Hafliðason (fæddur 6. október 1980) er íslenskur fjölmiðlamaður og fyrrum knattspyrnumaður. Hann hefur viðurnefnið Dr. Football. Hjörvar spilaði sem markmaður 1998 til 2017 með hléum. Hann var í Breiðablik, Val, Augnablik og HK. Tímabilið 2000–01 var Hjörvar til reynslu hjá Stoke City.
Hjörvar hefur starfað á Stöð 2 Sport og hefur verið fenginn sem álitsgjafi þar. Hann fer nú fyrir hljóðveitunni Dr. Football sem kemur út nokkrum sinnum í viku. Þar er fjallað um knattspyrnu á Íslandi, Evrópu og um heiminn. Hjörvar var íþróttastjóri Viaplay á Íslandi en þar er m.a. sýnd knattspyrna frá Þýskalandi og Norðurlöndum.
Hjörvar starfaði um árabil á útvarpsstöðinni FM957 og var hann einn af stofnendum morgunþáttarins Brennslan. Hann er einnig einn af upprunalegu meðlimum útvarpsþáttarins FM95BLÖ.
Eiginkona Hjörvars er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.