Egill Einarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Egill Einarsson (fæddur 13. maí 1980), betur þekktur sem Gillzenegger (einnig nefndur Störe, Gillz, Stóri G, Big G, Þykki, G Höfðinginn, DJ Muscle Boy og G-Man) er íslenskur fjölmiðlamaður, hnakki, tónlistarmaður, fyrirsæta og vaxtarræktargarpur.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Egill hefur starfað við ýmsa fjölmiðlun, meðal annars sem pistlahöfundur hjá Bleiku og bláu og sem útvarpsmaður á útvarpsstöðinni KissFM en hann er líklega þekktastur fyrir sjónvarpsþátt sinn á sjónvarpsstöðinni Sirkus og bók sína, Biblíu fallega fólksins. Í bókinni leggur hann línurnar fyrir þá sem langar til að tilheyra hópi „fallega fólksins“. Egill var í hljómsveitinni Merzedes Club sem tók þátt í undankeppni Eurovision árið 2008. Egill var meðhöfundur símaskrárinnar 2011 sem gefin er út af fyrirtækinu .

Þann 2. desember 2011 greindu fjölmiðlar frá því að átján ára stúlka hafði kært Egil „Gillzenegger“ Einarsson og kærustu hans fyrir nauðgun.[1][2] Eftir að Egill hafði verið sakaður um kynferðisbrot og áður en nokkuð hafði verið dæmt í málinu, ákvað Já að bjóða fólki sérhannaða límmiða til þess að líma yfir myndina af honum sem prýðir forsíðuna endurgjaldslaust.[3] Slíkir miðar voru prentaðir en fóru aldrei í dreifingu og ákveðið var að nota þá ekki. Kærunum gegn Agli var vísað frá af saksóknara árið eftir.

Bækur eftir Egil[breyta | breyta frumkóða]

  • Biblía fallega fólksins.
  • Mannasiðir Gillz.
  • Lífsleikni Gillz.
  • Heilræði Gillz.

Sjónvarpsþættir[breyta | breyta frumkóða]

  • Wipeout Ísland
  • Auddi og Sveppi
  • Ameríski draumurinn
  • Mannasiðir Gillz

Bíómyndir[breyta | breyta frumkóða]

  • Lífsleikni Gillz

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.