Botnleðja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Botnleðja
UppruniHafnarfjörður, Íslandi
Ár1994-2005, 2011 – í dag
StefnurRokk

Botnleðja er íslensk rokkhljómsveit sem var stofnuð af nokkrum piltum í Hafnarfirði snemma í byrjun 10. áratugsins. Hún er skipuð þeim Heiðari Erni Kristjánssyni sem syngur og spilar á gítar, Ragnari Páli Steinssyni á bassa og Haraldi Frey Gíslasyni á trommum. Hljómsveitin vann músíktilraunir árið 1995. Botnleðja fór í tónleikaferðalag um Bretland og hitaði upp fyrir ensku hljómsveitina Blur árið 1997[1]. Hljómsveitin tók þátt í undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2003 með lagið Eurovísa og hafnaði þar í öðru sæti, eftir Birgittu Haukdal.

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

  • Haraldur Freyr Gíslason - trommur
  • Heiðar Örn Kristjánsson - gítar
  • Ragnar Páll Steinsson - bassi

Kristinn Gunnar Blöndal var hljómborðsleikari hljómsveitarinnar á því tímabili sem hún gerði Magnyl. Gítarleikarinn Andri Freyr Viðarsson tók við af Kristni og tók þátt í mörgum hljómleikaferðum hljómsveitarinnar víða um heim og hérlendis. Hann spilaði ekki inn á plötu með Botnleðju. Heiðar og Haraldur eru líka hluti af Hafnarfjarðarmafíunni, Stuðningsveit Fimleikafélags Hafnarfjarðar og Pollapönk.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • "Panikkast" (2013)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/307992/