Herbert Sveinbjörnsson
Útlit
Herbert Sveinbjörnsson (22. júlí 1973) er íslenskur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur við klippingar á RÚV. Hann var formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing. Hann var í fyrsta sæti á lista Borgarahreyfingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar vorið 2009 en náði ekki kjöri. Borgarahreyfingin kom þó fjórum mönnum á þing. Herbert hætti í ágúst 2009 vegna þess óróa sem ríkti innan hreyfingarinnar. Hann bloggaði um málið og sagði:
- „Það er erfitt að horfa á barnið sitt verða að athlægi og gera sig að fífli, horfa á það breytast í það sem maður fyrirlítur.“
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefur Borgarahreyfingarinnar Geymt 5 febrúar 2010 í Wayback Machine
- Kosningavefur Herberts á vef Borgarahreyfingarinnar. Geymt 24 mars 2009 í Wayback Machine