Þjóðfélag
Þjóðfélag er hugtak sem notað er yfir stóran hóp einstaklinga sem oftast deilir sama landsvæði og hefur menningu og stofnanir sem aðgreinir hann frá öðrum. Dæmi um þjóðfélög gætu verið rómafólk eða þjóðríki eins og Sviss. Þjóðfélag er stundum notað yfir menningarsvæði, eins og þegar talað er um austræn þjóðfélög. Samfélag er víðara hugtak sem getur átt við allt frá einstaklingum í fjölskyldu eða mannkynið.[1] Þjóðfélagshugtakið er oftast notað um samfélag sem heyrir undir stjórnmálastofnanir eins og ríki.
Félagstengsl innan þjóðfélaga eru flókin og einkennast af samstarfi þar sem sérhæfing á sér stað í gegnum félagsleg hlutverk. Í tilteknum þjóðfélögum mótast tiltekin hlutverk út frá hugmyndum um ásættanlega og óásættanlega hegðun (félagsleg viðmið). Vegna þess að þjóðfélög byggjast á samstarfi geta meðlimir þeirra hagnast á þátttöku í þeim á ýmsan hátt.
Þjóðfélög eru misstór, en í stærri þjóðfélögum verður oft til lagskipting með stigveldi yfirráða. Margs konar tegundir stjórnarfars koma fyrir í þjóðfélögum, ólík fjölskyldumynstur og kynjahlutverk.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Garðar Gíslason (5.1.2006). „Hvað er samfélag?“. Vísindavefurinn.