Línueyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Kíribatí þar sem Línueyjar eru hægra megin merktar sem Line Islands

Línueyjar eru röð af baugeyjum í miðju Kyrrahafi, sunnan við Hawaii. Þær skiptast í Norður-Línueyjar norðan við miðbaug, og Suður-Línueyjar, sunnan við miðbaug. Flestar norðureyjarnar eru hluti af Kíribatí, þar á meðal Jólaeyja, Fanningeyja og Washingtoneyja, en óbyggðu eyjarnar Palmýraeyja og Kingmanrif eru undir yfirráðum Bandaríkjanna. Suðureyjarnar eru allar óbyggðar. Þær sem heyra undir Kíribatí eru Maldeneyja, Starbuckeyja, Flinteyja, Vostokeyja og Karólínueyja en Bandaríkjunum tilheyrir aðeins Jarviseyja.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.