Fara í innihald

Hræsvelgur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hræsvelgur er jötunn í norrænni goðafræði, hann er í arnarham og situr við enda veraldar og frá honum koma vindar.

Eins og stendur í Vafþrúðnismálum:[1]

   Hræsvelgr heitir, 
   er sitr á himins enda, 
   iötunn í arnar ham; 
   af hans vængiom 
   kvæða vind koma 
   alla menn yfir. 

Í Gylfaginningu er sagt að hann sé "á norðanverðum himins enda".[2]

Nafnið Hræsvelgur þýðir sá sem gleypir hræ.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Vafþrúðnismál, 37“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
  2. „Gylfaginning, kafli 18“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
  3. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.