Fara í innihald

Hymir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hýmir)
Hymir, Þór og Jörmungandr. Mynd úr sænskri útgáfu Nils Fredrik Sanders 1893 af Eddukvæðum.

Hymir er jötunn í norrænni goðafræði. Í Hymiskviðu er Hymir sagður faðir Týs,[1] en í Skáldskaparmálum er Óðinn sagður faðir Týs.[2]

Hymiskviða fjallar um þegar æsir ætluðu að halda veislu og þurftu svo stóran ketil að hann fékkst eingöngu hjá Hymi. Fóru Þór og Týr og áttu róstursama ferð með veiði á Miðgarðsormi meðal ævintýra, en fengu ketilinn. Á leiðinni til baka stoppuðu þeir hjá jötninum Agli og börn hans, Þjálfi og Röskva, ráðin sem þjónustufólk.[3]

Styttri útgáfa af ævintýrinu er í Gylfaginningu.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hymiskviða,“. www.heimskringla.no. Sótt 11. desember 2023.
  2. „Skáldskaparmál, erindi 16“. www.heimskringla.no. Sótt 11. desember 2023.
  3. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  4. „Gylfaginning, erindi 48“. www.snerpa.is. Sótt 10. desember 2023.
  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.