Fara í innihald

Fjalar (norræn goðafræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suttungur ógnar dvergum

Fjalar er dvergur í norrænni goðafræði. Hann ásamt Galar, myrtu þeir Kvasi og brugguðu skáldskaparmjöðinn úr blóði hans og hunangi. Síðar, er þeir höfðu valdið dauða jötunsins Gillings og konu hans, þá krafðist Suttungur sonur þeirra, mjaðarins í bætur.

Nafnið Fjalar er talið þýða felur eða svikari.[1] Nafnið kemur einnig fyrir sem heiti á hana hjá jötninum Eggþé,[2] sem og sem jötnaheiti.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  2. Völuspá
  3. Nafnaþulur í Snorra Eddu
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.