Eysteinn Jónsson
Eysteinn Jónsson (fæddur 13. nóvember 1906, dáinn 11. ágúst 1993) var einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Íslands á 20. öld. Hann hóf stjórnmálaferil sinn mjög ungur, aðeins 27 ára gamall, þegar hann tók fyrst setu á Alþingi. Hann var einn af leiðtogum Framsóknarflokksins alla tíð og eindreginn jafnaðarmaður og stuðningsmaður samvinnuhreyfingarinnar.
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Eysteinn var sonur Jóns Finnssonar prests og Sigríðar Hansínu Hansdóttur. Hann var kvæntur Solveigu Eyjólfsdóttur (fædd 2. nóvember 1911, dáin 29. júní 1995). Þau áttu saman börnin Sigríði (fædd 1933), Eyjólf (fæddur 1935), Jón (fæddur 1937), Þorberg (fæddur 1940), Ólöfu Steinunni (fædd 1947) og Finn (fæddur 1952).
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Eysteinn tók Samvinnuskólapróf 1927. Framhaldsnám í Englandi 1929.
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Eysteinn var kosinn alþingismaður tæplega 27 ára og sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn nær samfellt í 40 ár (1933-1974), sem þingmaður Suður-Múlasýslu til 1959 og eftir það var hann þingmaður Austurlandskjördæmis. Hann var ráðherra árin 1934-1942 og 1947-1958, lengst af sem fjármálaráðherra. Þegar hann gerðist ráðherra í fyrsta sinn 1934 var hann einungis 27 ára gamall og því yngsti maðurinn til þess að setjast í ríkisstjórn fyrr og síðar. Þingferli lauk hann sem forseti Sameinaðs þings 1971-1974. Eysteinn var alla tíð einn af helstu forystumönnum Framsóknarflokksins, fór fyrir þingflokknum 1934 og 1943-1969 og var formaður flokksins á árunum 1962-1968.
Ritstörf
[breyta | breyta frumkóða]Eysteinn samdi ýmsa bæklinga og fjölda greina um stjórnmál og þar að auki um náttúruverndar- og útivistarmál. Úrval þeirra birtist í ritsafninu Sókn og vörn (1977).
Vilhjálmur Hjálmarsson ritaði Ævisögu Eysteins Jónssonar í þrem bindum (1983—1985).
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Æviágrip: Eysteinn Jónsson. Skoðað þann 11. maí 2006.
Fyrirrennari: Skúli Guðmundsson |
|
Eftirmaður: Guðmundur Í. Guðmundsson | |||
Fyrirrennari: Björn Ólafsson |
|
Eftirmaður: Skúli Guðmundsson | |||
Fyrirrennari: Brynjólfur Bjarnason |
|
Eftirmaður: Bjarni Benediktsson (f. 1908) | |||
Fyrirrennari: Enginn |
|
Eftirmaður: Magnús Jónsson | |||
Fyrirrennari: Ásgeir Ásgeirsson |
|
Eftirmaður: Jakob Möller | |||
Fyrirrennari: Hermann Jónasson |
|
Eftirmaður: Ólafur Jóhannesson |
- Kjörnir Alþingismenn 1901-1910
- Kjörnir Alþingismenn 1911-1920
- Kjörnir Alþingismenn 1921-1930
- Kjörnir Alþingismenn 1931-1940
- Kjörnir Alþingismenn 1941-1950
- Kjörnir Alþingismenn 1951-1960
- Kjörnir Alþingismenn 1961-1970
- Íslenskir stjórnmálamenn
- Þingmenn Framsóknarflokksins
- Formenn Framsóknarflokksins
- Fjármálaráðherrar Íslands
- Menntamálaráðherrar Íslands
- Fólk fætt árið 1906
- Fólk dáið árið 1993
- Forsetar Alþingis