Laxdælir
Útlit
Laxdælir voru afkomendur Unnar (Auðar) djúpúðgu í Hvammi í Dölum, sér í lagi þeir sem bjuggu í Laxárdal í Dalasýslu og þar í grennd. Margir þeirra voru höfðingjar og stórbændur, svo sem Höskuldur Dala-Kollsson, sem bjó á Höskuldsstöðum og sonur hans, Ólafur pái, sem bjó í Hjarðarholti.
Ættartré Laxdæla
Unnur (Auður) djúpúðga, landnámskona í Hvammi í Dölum, kona Ólafs hvíta Ingjaldssonar. Hún var kristin. │ ╰─Þorsteinn rauður Ólafsson, smákonungur í Skotlandi, drepinn af Skotum á Katanesi, k.h. Þuríður Eyvindardóttir │ ├─Gró(a) Þorsteinsdóttir, gift í Orkneyjum, formóðir Orkneyingajarla │ ├─Ólöf Þorsteinsdóttir, gift í Færeyjum, ættmóðir Götuskeggja │ ├─Ólafur feilan Þorsteinsson, stórbóndi í Hvammi í Dölum │ ╰─Þorgerður Þorsteinsdóttir, kona Dala-Kolls hersis │ ╰─Höskuldur Dala-Kollsson, bóndi á Höskuldsstöðum í Laxárdal, k.h. Jórunn Bjarnardóttir, bm. Melkorka │ ├─Þorleikur Höskuldsson, bóndi á Kambsnesi, k.h. Gjaflaug Arnbjarnardóttir │ │ │ ╰─Bolli Þorleiksson, k.h. Guðrún Ósvífursdóttir │ │ │ ╰─Bolli prúði Bollason │ ├─Bárður Höskuldsson │ ├─Hallgerður langbrók Höskuldsdóttir, kona Þorvalds, Glúms og Gunnars á Hlíðarenda │ │ │ ├─Þorgerður Glúmsdóttir, seinni kona Þráins Sigfússonar á Grjótá í Fljótshlíð (veginn af Skarphéðni) │ │ │ │ │ ╰─Höskuldur Þráinsson Hvítanessgoði, k.h. Hildigunnur Starkaðardóttir (bróðurdóttir Brennu-Flosa) │ │ │ ├─Högni Gunnarsson │ │ │ ╰─Grani Gunnarsson │ ├─Þuríður Höskuldsdóttir │ ╰─Ólafur pái Höskuldsson (móðir: Melkorka), bóndi í Hjarðarholti, k.h. Þorgerður Egilsdóttir frá Borg │ ├─Kjartan Ólafsson, heitmaður Guðrúnar Ósvífursdóttur │ ├─Steinþór │ ├─Halldór │ ├─Helgi │ ├─Höskuldur │ ├─Bergþóra │ ╰─Þorbjörg digra, kona Vermundar mjó(v)a í Vatnsfirði. Hún var bjargvættur Grettis.