Mjólkursamsalan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mjólkursamsalan (MS)
Rekstrarform Hlutafélag
Slagorð Mjólkurvörur í sérflokki
Stofnað 4. september 1927
Staðsetning Bitruhálsi 1,
110 Reykjavík
Lykilpersónur Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri
Elín M. Stefánsdóttir, Fellshlíð, stjórnarformaður
Vefsíða http://www.ms.is/

Mjólkursamsalan, skammstafað MS, er íslenskt hlutafélag í eigu samvinnufélaganna Auðhumlu og Kaupfélags Skagfirðinga sem sinnir sölu og vinnslu á mjólk og mjólkurafurðum. MS varð til í núverandi mynd við hagræðingu í mjólkuriðnaðinum sem hófst skipulega um miðjan tíunda áratuginn þegar stjórnvöld ákváðu að lækka þyrfti kostnað við vinnslu á mjólk.[1] [2] Sameinaðist rúmur tugur félaga í mjólkuriðnaði í færri einingar næsta áratuginn. [3] Mjólkursamsalan í núverandi mynd hefur starfað frá árinu 2007.[4] Elsta fyrirtækið í sameinuðu félagi MS er Mjólkursamlag KEA, sem stofnað var á sérstökum fulltrúaráðsfundi 4. september árið 1927, sem telst vera stofndagur MS.[5] Mjólkursamsalan notar 1-2% af þeim sykri sem fluttur er til Íslands árlega, eða um 150 til 300 tonn[6].

Framleiðslustöðvar[breyta | breyta frumkóða]

MS framleiðir vörur sínar á eftirfarandi stöðum:[7]

Dótturfyrirtæki[breyta | breyta frumkóða]

Erlend starfsemi[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2006 hófst útflutningur á skyri til Bandaríkjanna, til Grænlands árið 2007 og til Finnlands árið 2010.[9] Í dag er vörumerki Mjólkursamsölunnar, Ísey skyr fáanlegt i 20 löndum[10]

Árið 2020 var skipulagi Mjólkursamsölunnar breytt. Tvö fé­lög fara með er­lenda starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins en það þriðja með inn­lenda starf­semi. Mjólkursamsalan er með innlenda starfsemi og Ísey út­flutn­ing­ur ehf. og Ísey Skyr Bar ehf. færðist í fé­lagið MS er­lend starf­semi ehf. og hlut­ur fyrirtækisins í banda­ríska skyr­fyr­ir­tæk­inu Icelandic Provisi­ons í fé­lagið MS eign­ar­hald ehf. Öll félögin eru áfram í eigu sam­vinnu­fé­lagana Auðhumlu og Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga.[11]

Íslenskuátök[breyta | breyta frumkóða]

Frá árinu 1994 hefur fyrirtækið lagt mikið kapp á störf í þágu íslenskrar tungu. Sama ár samdi Þórarinn Eldjárn íslenskuljóðið sem hefst á orðunum „Á íslensku má alltaf finna svar“ sérstaklega fyrir MS í tilefni af samstarfi MS og Íslenskrar málnefndar. Ljóðið er ort við þekkt lag eftir Atla Heimi Sveinsson.

Mjólkurfernur hafa oft verið skreyttar ljóðum og smásögum. Árið 2018 fékk MS heiðursverðlaun hvatningarverðlauna viðskiptalífsins um eftirtektaverða notkun á íslenskri tungu.[12]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3340536
 2. http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=5713338
 3. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2006/10/16/sameining_i_mjolkuridnadi_sparar_hundrud_milljonir_/
 4. http://www.audhumla.is/Um-Audhumlu/Saga-Audhumlu/
 5. https://www.ms.is/um-ms/uppruninn
 6. „MS flytur ekki inn sykur“.
 7. https://www.ms.is/um-ms/starfsemi/starfsstodvar
 8. „Framleiða 1,5 milljónir lítra af vínanda á Sauðárkróki“. RÚV. 6. desember 2019. Sótt 12. mars 2021.
 9. Íslandsstofa (september 2015). „Útflutningur íslenskra matvæla Stöðugreining – tækifæri – framtíðarsýn“ (PDF). Íslandsstofa.
 10. „Ísey skyr í útrás til Frakklands“. www.veitingageirinn.is. Sótt 12. mars 2021.
 11. „Erlend starfsemi MS sett í ný félög“. www.mbl.is. Sótt 12. mars 2021.
 12. http://www.vb.is/frettir/verdlaunudu-fyrir-goda-notkun-islensku/150996/

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.