Fara í innihald

Gísli Guðbrandsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gísli Guðbrandsson (156514. apríl 1620) var skólameistari í Skálholtsskóla og síðan prestur í Hvammi í Hvammssveit. Hann var sagður góður málari.

Gísli var sonur Guðbrands Bjarnasonar, bónda á Fellsenda, og konu hans Guðrúnar, sem var meingetin, dóttir Gísla Eyjólfssonar frá Haga á Barðaströnd og Kristínar systur hans. Gísli eignaðist börn með tveimur systrum sínum, Kristínu og Þórdísi og flúðu þau öll í Skálholt á náðir Ögmundar Pálssonar biskups. Gísli Eyjólfsson komst úr landi og hlaut því enga refsingu og systur hans ekki heldur. Kristín giftist svo Gísla Jónssyni biskupi.

Gísli Guðbrandsson ólst upp í Skálholti og stundaði nám erlendis. Hann var skólameistari í tvö ár, 1583-1585, hjá Gísla stjúpafa sínum, en vígðist síðan prestur og fékk Hvamm í Dölum. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Ráðhildur Guðmundsdóttir en hin seinni Ragnhildur Egilsdóttir frá Geitaskarði og var hann seinni maður hennar.

  • „„Skólameistararöð í Skálholti". Norðanfari, 57.-58. tölublað 1880“.