Fara í innihald

Dagverðarnes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dagverðarnes er nes í Dalasýslu, ekki langt frá Búðardal, og dregur nafn sitt af þeirri sögusögn að Auður djúpúðga hafi snætt þar dögurð er hún fór þar um með fylgdarliði sínu inn inn Hvammsfjörð í leit að öndvegissúlum sínum. Á Dagverðarnesi er kirkja sem var vígð árið 1933 en kirkja hefur verið þar frá miðri 19. öld, og stendur þar sem áður var bænhús. Eyðibýli innan Klofnings er staðsett fremst á Dagverðarnesi.

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]
  • Dagverðarnes er í 68 km fjarlægð frá Búðardal, ekið 16 km norður frá Búðardal, til vinstri inn á veg 590.

Nálægir staðir

[breyta | breyta frumkóða]
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 14. júlí 2010.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.