Fara í innihald

Dorothy Hodgkin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dorothy Hodgkin.

Dorothy Mary Crowfoot Hodgkin (12. maí 1910 - 29. júlí 1994) var breskur efnafræðingur sem var þekkt fyrir rannsóknir sínar á sviði sameindalíffræði.[1][2] Hún var þriðja konan sem hlaut Nóbelsverðlaun árið 1964 fyrir að uppgötva byggingu B12-vítamíns.

Hodgkin var frumkvöðull í notkun röntgenkristallafræði til að greina byggingu flókinna lífsameinda. Árið 1945 greindi hún ásamt samstarfsfólki sínu byggingu pensillíns.[3] Árið 1948 hóf hún að greina byggingu B12-vítamíns sem hún gaf út 1955 og hlaut Nóbelsverðlaun fyrir árið 1964.[4] Árið 1969 tókst henni ásamt rannsóknarteymi að greina byggingu insúlíns, sem gerði bæði mögulegt að fjöldaframleiða það og bæta virkni þess.[5]

Dorothy Hodgkin þjáðist af liðagigt sem greindist þegar hún var 24 ára gömul. Gigtin leiddi smám saman til þess að hendur hennar og fætur afmynduðust og hún var síðustu ár sín í hjólastól.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Dodson, Guy (2002). „Dorothy Mary Crowfoot Hodgkin, O.M. 12 May 1910 – 29 July 1994“. Biographical Memoirs of Fellows of the Royal Society. 48: 179–219. doi:10.1098/rsbm.2002.0011. ISSN 0080-4606. PMID 13678070. S2CID 61764553. Snið:Free access
  2. Glusker, J. P. (1994). „Dorothy Crowfoot Hodgkin (1910–1994)“. Protein Science. 3 (12): 2465–69. doi:10.1002/pro.5560031233. PMC 2142778. PMID 7757003.
  3. Crowfoot, D.; Bunn, Charles W.; Rogers-Low, Barbara W.; Turner-Jones, Annette (1949). „X-ray crystallographic investigation of the structure of penicillin“. Í Clarke, H.T.; Johnson, J.R.; Robinson, R. (ritstjórar). Chemistry of Penicillin. Princeton University Press. bls. 310–67.
  4. Hodgkin, D.C.; Pickworth, J.; Robertson, J.H.; Trueblood, K.N.; Prosen, R.J.; White, J.G. (1955). „Structure of Vitamin B12 : The Crystal Structure of the Hexacarboxylic Acid derived from B12 and the Molecular Structure of the Vitamin“. Nature. 176 (4477): 325–28. Bibcode:1955Natur.176..325H. doi:10.1038/176325a0. PMID 13253565. S2CID 4220926.
  5. Weidman, Chelsea (12. maí 2019). „Meet Dorothy Hodgkin, the biochemist who pieced together penicillin, insulin, and vitamin B12“. Massive Science. Sótt 9. júní 2020.
  6. Walters, Grayson. „Not Standing Still's Disease“. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. maí 2021. Sótt 3. desember 2011.