Skálavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skálavík á sumarkvöldi

Skálavík er vík yst í Ísafjarðardjúpi, skammt vestan við Bolungarvík, stutt og breið vík fyrir opnu hafi. Þar er brimasamt og erfið lending. Grösugur dalur er upp af víkinni umlyktur fjöllum og hömrum. Nokkrir bæir voru við ströndina. Skálavík er nú í eyði en landið er nýtt á sumrin og húsin notuð sem sumarhús. Mjög snjóþungt er í Skálavík og samgöngur voru erfiðar. Snjóflóð eru tíð. Snjóflóð féll á bæinn Breiðaból árið 1910 og fórust fjórir en fimm björguðust eftir að hafa legið 40 klukkustundir í snjónum.

Skálavík var í Hólshreppi og telst nú til sveitarfélagsins Bolungarvíkur. Vegur liggur frá Bolungarvík til Skálavíkur yfir Skálavíkurheiði. Þar varð banaslys árið 1994 neðan við Lambaskál.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist