Fara í innihald

Magda Gerber

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Magda Gerber (1. nóvember 1910 - 27. apríl 2007) var uppeldisfræðingur í Bandaríkjunum og er þekkt fyrir að kenna foreldrum og umsjónarmönnum hvernig á að skilja börn og eiga samskipti við þau með virðingu frá fæðingu, með svokallaðri RIE-hugmyndafræði.

Magda fæddist í Búdapest í Ungverjalandi.[1] Hún er með gráðu í málvísindum frá Sorbonne-háskólanum í París í Frakklandi.[2] Hún og eiginmaður hennar Imre Gerber eignuðust þrjú börn.

Árið 1978 stofnaði Magda ásamt barnataugalækninum Thomas Forrest samtökin Resources for Infant Educarers (RIE) í Los Angeles í Bandaríkjunum. Með RIE-uppeldisnálguninni kenndi Magda foreldrum að notast við virðingarríkt tengslauppeldi.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Gerber, Magda, 1910-2007“. Library of Congress Authorities. Sótt 8. febrúar 2019.
  2. Mooney, Carol Gerhart (2010). Theories of attachment: An introduction to Bowlby, Ainsworth, Gerber, Brazelton, Kennel and Klaus. MN: Redleaf Press. ISBN 9781933653389.