Zeppelin-loftfar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Zeppelin er tegund af loftfari sem hannað var í Þýskalandi af Ferdinand von Zeppelin snemma á 20. öld en miðað við hönnun frá 1874. Þessi loftskip voru svo vel hönnuð að heitið zeppelin var notað sem samheiti fyrir öll slík loftför.

Zeppelin loftförin voru notuð af Deutsche Luftschifffahrts-Aktiengesellschaft (DELAG) sem var þýskt flugfélag og fyrsta flugfélagið sem starfrækti áætlunarflug með farþega fyrir fyrri heimstyrjöldina. Þegar stríðið braust út þá notaði þýski herinn Zeppelin loftförin til loftárása og eftirlitsflugs.

Ósigur Þjóðverja í fyrri heimstyrjöldinni dró um tíma úr framþróun Zeppelin loftfara en undir stjórn Hugo Eckener áttu þau sitt blómaskeið um 1930 en þá flugu loftförin LZ 127 Graf Zeppelin og LZ 129 Hindenburg reglulega yfir hafið milli Þýskalands og bæði Norður- og Suður-Ameríku. Hindenburg loftfarið brann árið 1937 og það var ein ástæða hnignunar Zeppelin loftfara.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist