Wikipedia:Grein mánaðarins/07, 2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sir Ridley Scott er breskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndaframleiðandi. Þekktustu myndir hans eru Alien, Blade Runner, Thelma & Louise og Gladiator.

Eftir þá miklu velgegni sem Gladiator fékk, ásamt því að margir segja hana vera sú sem endurvakti sverð og sandala myndirnar. Þá sneri Scott sér næst að Hannibal, framhaldsmynd The Silence of the Lambs. Árið 2001 þá gerði hann Black Hawk Down hermynd byggða á sannsögulegum atburðum sem gerðust í Sómalíu árið 1993. Lyfti hún Scott frekar upp á stall sem kvikmyndagerðarmanni.