Eagles of Death Metal
Útlit
Eagles of Death Metal (EoDM) er bandarísk bílskúrshjómsveit stofnuð af Jesse Huges og Josh Homme, forsprakka Queens of the stone age. Andstætt nafninu er hljómsveitin ekki dauðarokkshljómsveit. Haft var eftir Huges í pólska tímaritinu Teraz Rock að vinur þeirra Lou hafi reynt að fá Homme til að líka við dauðarokk. Hann lét hann hlusta á Vader og sagði hann að það hjómaði eins og 'Eagles dauðarokksins'. Seinna var það Homme sem kom að máli við Huges og sagði honum frá hugmynd sinni um að stofna hjómsveit sem spilaði tónlistarstefnu sem var blanda af The Eagles og death metal.
Í nóvember 2015 var hljómsveitin að spila á Bataclan tónleikastaðnum í París þegar hryðjuverkamenn réðust þar inn og drápu 89 manns.