Áhrifavaldur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Áhrifavaldur er persóna sem hefur öðlast eða þróað frægð sína og vinsældir í gegnum internetið. Uppgangur samfélagsmiðla hefur gert fólki kleift að auka útbreiðslu sína til alþjóðlegra áhorfenda. Í dag er vinsæla áhrifavalda að finna á samfélagsmiðlum eins og Instagram, Twitch, YouTube, Snapchat, Twitter, Facebook og TikTok. Vinsældir áhrifavalda eru að jafnaði metnar í fjölda fylgjenda, þ.e. einstaklinga sem fylgjast með eða horfa á efni frá viðkomandi áhrifavaldi.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Orðið áhrifavaldur er ekki nýtt orð í íslensku. Elsta dæmið um orðið úr blöðum og tímaritum á stafræna safninu Tímarit.is er frá árinu 1930 og fjölgar dæmum eftir því sem líður á 20. öldina. Orðið merkir ‘sá eða það sem hefur áhrif’. Á síðasta áratug hefur orðið áhrifavaldur fengið viðbótarmerkingu í íslensku og merkir einstakling sem auglýsir vörur og þjónustu fyrirtækja á samfélagsmiðlum, oftast gegn greiðslu eða annarri umbun.[1]

Greiðslur og markaðssetning[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirtæki kunna að eiga í samstarfi við áhrifavalda um að koma vöru sinni eða þjónustu á framfæri við fylgjendur þeirra en samfélagsmiðlar eru í auknum mæli notaðir til stafrænnar markaðssetningar. Þannig geta áhrifavaldar fengið borgað fyrir vinnu sína, en endurgreiðslur vegna samstarfs geta verið með peningum, en kunna einnig að felast í verðmætum af öðrum toga, s.s. vörum, afnotum af bifreið, góðum afsláttarkjörum eða inneign í verslun.[2]

Íslenskir áhrifavaldar[breyta | breyta frumkóða]

Meðal þekktra íslenskra áhrifavalda má nefna eftirfarandi:

  • Aron Már Ólafsson (Aron Mola)
  • Bergsveinn Ólafsson (Beggi Ólafs)
  • Binni Glee
  • Birgitta Líf Björnsdóttir
  • Edda Falak
  • Frosti Logason (Harmageddon)
  • Garðar Viðarsson (Gæji)
  • Guðrún Veiga Guðmundsdóttir (gveiga85)
  • Hjálmar Örn Jóhannsson
  • Snorri Rafnsson (Vargurinn)
  • Sólrún Diego
  • Sunneva Einarsdóttir
  • Tinna Björk Kristinsdóttir (TinnaBK

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hvað getið þið sagt mér um nýyrðið áhrifavaldur?“. Vísindavefurinn. Sótt 5. júní 2022.
  2. „Áhrifavaldar“. Skatturinn - skattar og gjöld. Sótt 5. júní 2022.