Wikipedia:Grein mánaðarins/10, 2022
Guangzhou er höfuðborg og stærsta borg Guangdong-héraðs í suðurhluta Alþýðulýðveldisins Kína.
Borgin er við ósa Perlufljóts við Suður-Kínahaf. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af Hong Kong og 145 kílómetrum norður af Makaó. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 var íbúafjöldi borgkjarna Guangzhou um 16,1 milljón en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 18,7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og alþjóðaflugvöllur borgarinnar. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.