Wikipedia:Grein mánaðarins/09, 2022

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kolbeinn kafteinn er ein af aðalpersónunum í myndasögunum um Ævintýri Tinna eftir belgíska teiknarann Hergé. Í sögunum er Kolbeinn gamall skipstjóri á kaupskipi og besti vinur söguhetjunnar Tinna.

Kolbeinn kafteinn fylgir Tinna í öllum ævintýrum hans frá og með bókinni Krabbinn með gylltu klærnar (1941) þar sem félagarnir hittast í fyrsta sinn. Þegar Tinni hittir Kolbein er hann skipstjóri á skipinu Karaboudjan en er svo djúpt sokkinn í alkóhólisma að hinn svikuli stýrimaður hans, Hörður, ræður í raun öllu og notar skipið fyrir fíkniefnasmygl. Tinni frelsar hann úr haldi og með þeim tekst óbilandi vinskapur. Í seinni bókum kemur í ljós að Kolbeinn er afkomandi aðalsmannsins Kolbeins Kjálkabíts, skipstjóra í þjónustu Loðvíks 14. Frakklandskonungs.

Árið 1996 nefndu 37,5 % aðspurðra Kolbein kaftein sem uppáhaldspersónu sína í bókunum og er hann því vinsælasta persónan í Tinnabókunum.