Eþíópíukeisari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Síðasti keisari Eþíópíu, Haile Selassie.

Eþíópíukeisari (ge'ez: ንጉሠ ነገሥት, nəgusä nägäst, „konungur konunganna“) var arfgengur titill þjóðhöfðingja Eþíópíu frá miðöldum þar til keisaradæmið var lagt niður 1974. Titillinn „konungur konunganna“ var notaður af einstaka ráðamönnum frá fyrri tíð en fyrst með reglubundnum hætti af Jekúnó Amlak, sem kom Salómonsættinni til valda árið 1262. Titillinn fól í sér að undirmenn hans, sérstaklega landstjórarnir í Gojjam, Welega og Shewa, fengu titilinn negus, eða konungur.

Titill eiginkvenna keisarans var ətege og keisaraynjan Zauditu (1876-1930) notaði þann titil fremur en nəgusä nägäst meðan hún ríkti yfir landinu.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.