Drottningin af Saba
Útlit
Drottningin af Saba er nefnd í fyrstu konungabók Biblíunnar og annarri kroníkubók, auk Kóransins og eþíópískrar hefðar. Í Biblíunni er sagt frá heimsókn hennar til Salómons konungs Ísraels með gríðarmiklar gjafir þar sem hún hafði heyrt mikið látið af visku hans. Hvar konungsríkið Saba hefur verið er umdeilt en líklega hefur það verið þar sem nú er Eþíópía eða Jemen. Hún er ekki nafngreind í Biblíunni en samkvæmt eþíópískri hefð hét hún Makeda og í Kóraninum er hún nefnd Bilqis.