Fara í innihald

Ruðningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rugby)

Ruðningur (e. rugby) er hópíþrótt. Rugby 7's er sú útgáfa leiksins sem er hluti af Ólympíumótinu og er mest vaxandi hópíþrótt í heiminum í dag bæði karla og kvenna.

Upphafið að rugby má rekja til þess að William Webb Ellis nýtti sér regluleysi í þeirri boltaíþrótt sem spiluð var í Englandi árið 1823. Í stað þess að grípa bolta sem kom á flugi og henda honum í jörðina og sparka eins og venja var hljóp hann með boltann yfir marklínuna og skoraði stig. Þetta gerðist í bænum Rugby þaðan sem íþróttin fær sitt nafn. Það varð úr að reglur voru skilgreindar og til urðu tvær íþróttir – fótbolti og ruðningur.

Ruðningur er stundaður af báðum kynjum og öllum aldurshópum í meira en 100 löndum í fimm heimsálfum. Rugby er 4-5 stærsta hópíþrótt í heiminum með yfir fjórar milljónir skráðra leikmanna. Aðildarsambönd með fulla aðild að Alþjóða-rugbysambandinu (IRB) eru 97 talsins. Í október 2009 samþykkti Alþjóðaólympíunefndin 7 manna ruðning sem keppnisgrein á Ólympíuleikunum 2016, sem haldnir verða í Rio de Janeiro í Brasilíu. Þar munu 12 kvennalið og 12 karlalið etja kappi.

Ruðningur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Upphafið af ruðningi á Íslandi má rekja til febrúar 2009 þegar nokkrir erlendir ríkisborgarar búsettir eru á Íslandi furðuðu sig á því að íþróttin sem allt snerist um í þeirra heimalandi var ekki iðkuð hér á landi. Ekki nóg með það að hún væri ekki iðkuð – almenningur vissi almennt ekki hvaða íþrótt þeir voru að tala um. Í stað þess að aðlagast að þessum aðstæðum töldu þeir að þeir gætu byggt upp ruðning á Íslandi og þannig gefið af sér til samfélagsins. [heimild vantar]

Smám saman söfnuðust áhugasamir á æfingar jafnt Íslendingar sem erlendir ríkisborgarar. Eftir fyrsta hálfa árið var ljóst að ekki yrði aftur snúið, Ísland yrði næsta land til að tileinka sér ruðning. Í febrúar 2011 var íþróttin tekin inn í ÍSÍ og í desember sama ár var samþykkt á aðalfundi Rugby sambands evrópu (FIRA-AER) að Ísland yrði aðili að sambandinu.

Í dag eru tvö lið sem æfa ruðning og er keppnistímabilið á Íslandi það sama og á Norðurlöndunum eða apríl - október. Alls eru um 50 – 60 menn og konur aðilar að ruðningi á Íslandi með mismunandi þátttökustigi.[heimild vantar]

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.