Landnámsmenn í Vestfirðingafjórðungi
Útlit
Landnámsmenn í Vestfirðingafjórðungi og landnám þeirra. Farið er réttsælis um landið að hætti Landnámabókar frá Hvítá í Borgarfirði að Hrútafjarðará.
- Skalla-Grímur Kveldúlfsson nam land milli Borgarhrauns og Hafnarfjalls og bjó á Borg á Mýrum. Hluti af landnámi hans var í Sunnlendingafjórðungi.
- Kalman nam Kalmanstungu allt austur undir jökla og bjó í Kalmanstungu.
- Hrosskell Þorsteinsson nam Hvítársíður milli Kjarrár og Fljóta. Hann bjó á Hallkelsstöðum.
- Þorvarður fékk land af Hrosskatli upp með Fljótum og bjó á Þorvarðsstöðum.
- Þorgautur fékk land af Hrosskatli í Hvítársíðu og bjó á Þorgautsstöðum.
- Ásbjörn auðgi Harðarson keypti land fyrir sunnan Kjarrá, upp frá Sleggjulæk til Hvítbjarga. Hann bjó á Ásbjarnarstöðum.
- Örnólfur nam Örnólfsdal og Kjarradal upp til Hvítbjarga. Hann bjó á Örnólfsstöðum.
- Hrómundur Þórisson nam Þverárdal og Þverárhlíð að Hallarmúla. Hann bjó á Hrómundarstöðum.
- Ísleifur nam land ásamt Ísröði bróður sínum milli Örnólfsdalsár og Hvítár ofan frá Sleggjulæk. Hann bjó á Ísleifsstöðum.
- Ísröður nam land ásamt Ísleifi bróður sínum milli Örnólfsdalsár og Hvítár ofan frá Sleggjulæk. Hann bjó á Ísröðarstöðum.
- Ásgeir, skipverji Hrómundar, bjó á Hamri upp frá Helgavatni.
- Arnbjörg bjó á Arnbjargarlæk.
- Þórunn fékk land ofan til Víðilækjar og bjó í Þórunnarholti.
- Þuríður spákona, systir Þórunnar, átti land fyrir ofan Þórunni og bjó í Gröf.
- Þorbjörn Arnbjarnarson nam Stafholtstungu milli Norðurár og Þverár og bjó í Arnarholti.
- Þorbjörn blesi nam Norðurárdal sunnan ár upp frá Króki og Hellisdal allan. Hann bjó á Blesastöðum.
- Geirmundur Gunnbjarnarson nam tunguna milli Norðurár og Sandár. Hann bjó í Tungu.
- Örn gamli nam Sanddal, Mjóadal og Norðurárdal frá Króki niður að Arnarbæli. Hann bjó á Háreksstöðum.
- Rauða-Björn nam Bjarnardal ásamt hliðardölum og keypti auk þess land af Skalla-Grími milli Gljúfurár og Gufár. Hann bjó í Dalsmynni og /eða á Rauðabjarnarstöðum.
- Karl nam Karlsdal upp frá Hreðavatni og bjó undir Karlsfelli.
- Grís, leysingi Skalla-Gríms, fékk Grísartungu.
- Grímur, leysingi Skalla-Gríms, fékk Grímsdal.
- Bersi goðlaus Bálkason nam Langavatnsdal og bjó á Torfhvalastöðum.
- Sigmundur, leysingi Skalla-Gríms, fékk land milli Gljúfurár og Norðurár. Hann bjó fyrst á Haugum, síðar í Munaðarnesi.
- Þorbjörn krumur fékk land af Skalla-Grími utan Gufár og bjó í Hólum.
- Þormóður beigaldi fékk land af Skalla-Grími utan Gufár og bjó á Beigalda.
- Þórir þurs fékk land af Skalla-Grími upp með Langá að sunnan og bjó á Þursstöðum.
- Þorgeir jarðlangur fékk land af Skalla-Grími upp með Langá að sunnan og bjó á Jarðlangsstöðum.
- Þorbjörg stöng fékk land af Skalla-Grími upp með Langá að sunnan og bjó í Stangarholti.
- Áni fékk land af Skalla-Grími ofan með Langá til Hafurslækjar og bjó að Ánabrekku.
- Þorfinnur strangi fékk land af Skalla-Grími fyrir utan Langá milli Leirulækjar og fjalls. Hann bjó að Fossi.
- Ingvar fékk land af Skalla-Grími tengdasyni sínum milli Leirulækjar og Straumfjarðar. Hann bjó á Álftanesi.
- Steinólfur nam Hraundal til Grjótár með leyfi Skalla-Gríms og bjó í Syðra-Hraundal.
- Þórhaddur Steinsson nam Hítardal til Grjótár og allt til sjávar milli Hítarár og Kaldár.
- Þorgils knappi, leysingi Kolla Hróaldssonar, nam Knappadal (Hnappadal).
- Sel-Þórir Grímsson nam land milli Kaldár og Gnúpár neðan Knappadals. Hann bjó á Ytra-Rauðamel.
- Kolbeinn klakkhöfði Atlason keypti land milli Kaldár og Hítarár neðan Sandbrekku. Hann bjó á Kolbeinsstöðum.
- Þormóður goði Oddsson nam land með Þórði bróður sínum frá Gnúpá að Straumfjarðará og bjó á Rauðkollsstöðum.
- Þórður gnúpa Oddsson nam land með Þormóði bróður sínum frá Gnúpá að Straumfjarðará og bjó í Gnúpudal.
- Guðlaugur auðgi Þormóðsson nam land frá Straumfjarðará til Furu og bjó í Borgarholti.
- Atli Valason nam land með Ásmundi syni sínum frá Furu til Lýsu.
- Ásmundur Atlason nam land með föður sínum frá Furu til Lýsu og bjó í Langaholti.
- Hrólfur digri Eyvindarson nam land frá Lýsu til Hraunhafnarár.
- Sölvi nam land milli Hraunhafnar og Hellis. Hann bjó fyrst í Brenningi en síðar á Sölvahamri.
- Sigmundur Ketilsson nam land milli Hellishrauns og Beruvíkurhrauns og bjó að Laugarbrekku.
- Lón-Einar keypti Lónland af Sigmundi og bjó þar.
- Grímkell Úlfsson nam land frá Beruvíkurhrauni til Neshrauns. Hann rak burt Saxa af Saxahvoli og bjó þar.
- Álfarinn Valason nam fyrstur land frá Beruvíkurhrauni til Ennis.
- Ólafur belgur nam land frá Enni til Fróðár og bjó í Ólafsvík en var rekinn burt. Þá nam hann Belgsdal og bjó á Belgsstöðum. Síðast nam hann inn frá Grjótvallarmúla í Gilsfirði og bjó í Ólafsdal.
- Ormur mjói nam víkina milli Ennis og Höfða og rak burt Ólaf belg. Hann bjó á Fróðá.
- Herjólfur Sigurðarson nam land milli Búlandshöfða og Kirkjufjarðar.
- Vestar Þórólfsson nam Eyrarlönd og Kirkjufjörð og bjó á Öndverðareyri.
- Kolur nam land frá Fjarðarhorni til Tröllaháls og Hraunsfjarðar. Hann bjó að Kolgröfum.
- Auðunn stoti Valason nam Hraunsfjörð milli Svínavatns og Tröllaháls. Hann bjó í Hraunsfirði.
- Björn austræni Ketilsson nam land milli Hraunsfjarðar og Stafár og bjó í Bjarnarhöfn.
- Þórólfur Mostrarskegg nam Þórsnes að Stafá og Þórsá og bjó á Hofsstöðum.
- Geirröður nam land inn frá Þórsá að Langadalsá og bjó á Eyri.
- Finngeir Þorsteinsson, skipverji Geirröðar, fékk land af honum í Álftafirði og bjó á Kársstöðum.
- Úlfar kappi, skipverji Geirröðar, fékk land af honum umhverfis Úlfarsfell.
- Geirríður fékk land og bústað í Borgardal af Geirröði bróður sínum.
- Þórbergur nam báða Langadali og bjó í hinum ytra.
- Steinn mjögsiglandi Vígbjóðsson nam Skógarströnd inn til Laxár og bjó á Breiðabólstað.
- Eiríkur rauði Þorvaldsson ruddi lönd í Haukadal og bjó á Eiríksstöðum, nam síðar Brokey og Öxney, síðast Eiríksfjörð á Grænlandi.
- Ingólfur sterki Ánason nam land frá Laxá að Skraumuhlaupsá og bjó á Hólmslátri.
- Auður djúpúðga Ketilsdóttir nam öll Dalalönd frá Skraumuhlaupsá að Dögurðará og bjó í Hvammi.
- Ketill fékk land af Auði frá Skraumuhlaupsá til Hörðadalsár og bjó á Ketilsstöðum.
- Hörður, skipverji Auðar, fékk Hörðadal.
- Vífill, leysingi Auðar, fékk Vífilsdal.
- Hundi, leysingi Auðar, fékk Hundadal.
- Sökkólfur, leysingi Auðar, fékk Sökkólfsdal og bjó á Breiðabólstað.
- Erpur Meldúnsson, leysingi Auðar, fékk Sauðafellslönd.
- Dala-Kollur Veðrar-Grímsson nam allan Laxárdal og allt að Haukadalsá.
- Kjallakur Bjarnarson nam land frá Dögurðará til Klofninga og bjó á Kjallaksstöðum.
- Geirmundur heljarskinn Hjörsson nam land á Skarðsströnd frá Fábeinsá til Klofasteina, auk þess Hornstrandir frá Rytum um Horn til Straumness. Hann hafði mörg bú.
- Þrándur mjóbeinn nam eyjar vestan Bjarneyjaflóa og bjó í Flatey.
- Steinólfur lági Hrólfsson nam land frá Klofasteinum til Grjótvallarmúla og bjó í Fagradal.
- Sléttu-Björn nam hinn vestra dal í Saurbæ með ráði Steinólfs. Hann bjó á Sléttu-Bjarnarstöðum.
- Gils skeiðarnef nam Gilsfjörð milli Ólafsdals og Króksfjarðarmúla. hann bjó á Kleifum.
- Þórarinn krókur nam Króksfjörð til Hafrafells frá Króksfjarðarnesi.
- Ketill ilbreiður Þorbjarnarson nam Berufjörð hjá Reykjanesi en hafði áður numið dalina vestan Arnarfjarðar milli Kópaness og Dufansdals.
- Úlfur skjálgi Högnason nam Reykjanes allt, milli Þorskafjarðar og Hafrafells.
- Hallsteinn Þórólfsson nam Þorskafjörð og bjó á Hallsteinsnesi.
- Þorbjörn loki Böðmóðsson nam Djúpafjörð og Grónes til Gufufjarðar.
- Ketill gufa Örlygsson nam Gufufjörð og Skálanes til Kollafjarðar.
- Kolli Hróaldsson nam Kollafjörð, Kvígandanes og Kvígandafjörð (Kvígindisfjörð).
- Nesja-Knjúkur Þórólfsson nam öll nes frá Kvígandafirði til Barðastrandar.
- Geirsteinn kjálki nam Kjálkafjörð og Hjarðarnes með ráði Nesja-Knjúks.
- Geirleifur Eiríksson nam Barðaströnd milli Vatnsfjarðar og Berghlíða.
- Ármóður rauði Þorbjarnarson, fóstbróðir Geirleifs, nam Rauðasand.
- Þórólfur spör nam Patreksfjörð vestan megin, Breiðuvík, Látravík og Keflavík. Hann bjó á Hvallátrum.
- Þorbjörn tálkni Böðvarsson nam hálfan Patreksfjörð og Tálknafjörð til Kópaness með Skúma bróður sínum.
- Þorbjörn skúmi Böðvarsson nam hálfan Patreksfjörð og Tálknafjörð til Kópaness með Tálkna bróður sínum.
- Örn nam land í Arnarfirði en fluttist síðar til Eyjafjarðar (sjá Norðlendingafjórðung).
- Ánn rauðfeldur Grímsson keypti land af Erni milli Langaness og Stapa í Arnarfirði og bjó á Eyri.
- Dufan, leysingi Ánar, bjó í Dufansdal.
- Geirþjófur Valþjófsson nam Suðurfirði í Arnarfirði og bjó í Geirþjófsfirði.
- Eiríkur nam Keldudal sunnan Dýrafjarðar, Sléttanes og allt til Stapa.
- Vésteinn Végeirsson nam land milli Hálsa í Dýrafirði og bjó í Haukadal.
- Dýri nam Dýrafjörð og bjó að Hálsum.
- Þórður Víkingsson nam land norðan Dýrafjarðar milli Þúfu og Jarðfallsgils. Hann bjó í Alviðru.
- Ingjaldur Brúnason nam Ingjaldssand milli Hjallaness og Ófæru.
- Önundur Víkingsson nam Önundarfjörð og bjó á Eyri.
- Hallvarður súgandi nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga.
- Þuríður sundafyllir nam Bolungarvík með Völu-Steini syni sínum og bjó í Vatnsnesi.
- Völu-Steinn Þuríðarson nam Bolungarvík ásamt móður sinni og bjó í Vatnsnesi.
- Helgi Hrólfsson nam land í Skutulsfirði.
- Þórólfur brækir nam hluta af Skutulsfirði og Skálavík.
- Eyvindur kné nam Álftafjörð og Seyðisfjörð.
- Vébjörn Végeirsson Sygnakappi nam land milli Skötufjarðar og Hestfjarðar.
- Gunnsteinn Gunnbjarnarson nam Skötufjörð, Laugardal og Ögurvík til Mjóafjarðar með Halldóri bróður sínum.
- Halldór Gunnbjarnarson nam Skötufjörð, Laugardal og Ögurvík til Mjóafjarðar með Gunnsteini bróður sínum.
- Snæbjörn Eyvindarson nam land milli Mjóafjarðar og Langadalsár. Hann bjó í Vatnsfirði.
- Ólafur jafnakollur nam land frá Langadalsá til Sandeyrarár. Hann bjó í Unaðsdal.
- Þórólfur fasthaldi nam land frá Sandeyrará til Gýgjarsporsár í Hrafnsfirði. Hann bjó að Snæfjöllum.
- Örlygur Böðvarsson fékk land og bú í Aðalvík af Geirmundi heljarskinni og eignaðist Jökulfirði.
- Skjalda-Björn Herfinnsson nam land frá Straumnesi til Dranga og bjó í Skjalda-Bjarnarvík.
- Geirólfur bjó undir Geirólfsgnúpi að ráði Bjarnar.
- Þorvaldur Ásvaldsson nam Drangaland og Drangavík til Enginess. Hann bjó að Dröngum.
- Eyvindur Herröðarson nam Eyvindarfjörð.
- Ófeigur Herröðarson nam Ófeigsfjörð.
- Ingólfur Herröðarson nam Ingólfsfjörð.
- Eiríkur snara nam land frá Ingólfsfirði til Veiðileysu og bjó í Trékyllisvík.
- Önundur tréfótur Ófeigsson nam land frá Kleifum til Ófæru og bjó í Kaldbak.
- Björn nam Bjarnarfjörð.
- Steingrímur trölli nam Steingrímsfjörð allan og bjó í Tröllatungu.
- Kolli nam Kollafjörð og Skriðinsenni. Hann bjó undir Felli.
- Þorbjörn bitra nam Bitrufjörð.
- Bálki Blængsson nam Hrútafjörð allan og bjó á Bálkastöðum og í Bæ.
- Arndís auðga Steinólfsdóttir nam land í Hrútafirði út frá Borðeyri og bjó í Bæ.
- Grenjuður Hermundarson nam land í Hrútafirði inn af Borðeyri og bjó að Melum ásamt Þresti bróður sínum.
- Þröstur Hermundarson nam land í Hrútafirði inn af Borðeyri og bjó að Melum ásamt Grenjuði bróður sínum.
Við Hrútafjarðará tekur við Norðlendingafjórðungur.