Björn (landnámsmaður á Ströndum)
Útlit
Björn eða Þorbjörn var landnámsmaður í Bjarnarfirði á Ströndum.
Landnáma hefur ekkert um ætt hans og uppruna að segja en afkomendur hans og Ljúfu konu hans voru nafnkunnir. Sonur þeirra var Svanur á Svanshóli, fyrsti nafnkunni galdramaðurinn á ströndum, en dóttir þeirra var Hallfríður, kona Höskuldar Dala-Kollssonar og móðir Hallgerðar langbrókar.