Ingólfur Herröðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingólfur Herröðarson var landnámsmaður í Ingólfsfirði á Ströndum. Samkvæmt því sem segir í Landnámabók var hann sonur Herröðar hvítaskýs, göfugs manns í Noregi, sem Haraldur konungur hárfagri lét drepa. Þá fóru synir hans þrír til Íslands og námu land á Ströndum hlið við hlið, firðina fyrir sunnan Dranga: Eyvindur nam Eyvindarfjörð, Ófeigur Ófeigsfjörð en Ingólfur nam land syðstur þeirra, í Ingólfsfirði.

Ingólfur átti dóttur sem hét Álof og giftist hún Eiríki snöru, sem nam land næst fyrir sunnan landnám Ingólfs.