Langá

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Langá á Mýrum er lindá, sem rennur úr Langavatni í Langavatnsdal. Skammt fyrir neðan brúna á þjóðveginum er í ánni Sjávarfoss, þangað sem gætir sjávarfalla og nokkru ofar fossinn Skuggi. Í minni Grenjadals er mikill laxastigi við Sveðjufoss og annar hjá fossinum Skugga og nokkru neðar við brúna er Langárfoss, þekktur laxveiðistaður. Urriðaá fellur í Langá á leirum við ósinn og um 5 km frá upptökum rennur úr Langá Gljúfurá, sem síðan rennur í Norðurá, skammt frá ármótum hennar við Hvítá. Góð laxveiði er í ánni.

Langá hefur líklega forðum haft afrennsli niður Hraundal áður en þar varð eldgos í Rauðukúlum (291 m) sem stíflaði afrennsli niður í dalinn. Ofan hraunsins myndaðist Sandvatn og Langá fékk afrennsli suðaustur úr Hraundal og út í Borgarfjörð fyrir vestan Borgarnes.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.