Þórarinn krókur
Útlit
Þórarinn krókur var landnámsmaður í Króksfirði og nam land frá Króksfjarðarnesi til Hafrafells. Landnáma segir hann hafa þrætt við Steinólf hinn lága um Steinólfsdal (Bæjardal), sem var í Króksfirði en Steinólfur vildi eigna sér. Þórarinn gerði atlögu að honum við tíunda mann þegar hann reri úr seli við sjöunda mann. Börðust þeir á eyrinni við Fagradalsárós en að Steinólfi dreif stuðningur og féll Þórarinn þar ásamt fleirum.