Hnit: 66°25.79′N 23°08.21′V / 66.42983°N 23.13683°A / 66.42983; 23.13683

Straumnes (Hornströndum)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Straumnes er nes norðan við Aðalvík vestan megin á Hornströndum. Á Straumnesi stendur Straumnesfjall þar sem stóð um 100 manna ratsjárstöð Bandaríkjahers frá 1953 til 1960.

Þann 30. nóvember 1916 strandaði gufuskip Eimskipafélagsins, Goðafoss, á Straumnesi. Farþegar og áhöfn björguðust eftir meira en tveggja sólarhringa vist í skipinu í ofsaveðri en skipið brotnaði í fjörunni. Skipið strandaði klukkan 3 um nótt og var hópur skipverja sendur í birtingu til Aðalvíkur eftir aðstoð. Voru þá 60 manns í skipinu. Þegar veður lægði komu vélbátar frá Aðalvík og björguðu fólkinu. Jökull Jakobsson samdi leikritið Hart í bak um það skipsstrand.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.