Hestfjörður
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Hestfjörður er mjór og langur fjörður, um 15 km, í sunnanverðu Ísafjarðardjúpi. Næsti fjörður úr norðvestri er Seyðisfjörður en svipmikið fjall, Hestur, skilur firðina að. Til austurs er Skötufjörður en Hvítanes heitir á milli hans og Hestfjarðar. Undirlendi er lítið í Hestfirði og fjallshlíðar beggja megin fjarðarins eru brattar í sjó fram. Samgöngur hafa löngum verið erfiðar í firðinum og lá sá hluti Djúpvegarins, sem síðast var lagður, um fjörðinn.
Fyrstu rækjumiðin við Ísland fundust árið 1927 í Hestfirði. Við mynni hans og Skötufjarðar er eyjan Vigur, næststærsta eyjan á Ísafjarðardjúpi.
Hestur séð frá eynni Vigur.
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Steindór Steindórsson frá Hlöðum (höfundur frumtexta), Örlygur Hálfdanarson (ritstj.) (2004). Vegahandbókin: ferðahandbókin þín. Stöng. ISBN 9979956933.
