Fara í innihald

Bálki Blængsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bálki Blængsson var landnámsmaður í Hrútafirði. Í Landnámabók er hann sagður hafa verið sonur Blængs Sótasonar af Sótanesi og bróðir Önundar Blængssonar landnámsmanns í Kelduhverfi.

Bálki var einn af andstæðingum Haraldar hárfagra í Hafursfjarðarorrustu og eftir það fór hann til Íslands og nam allan Hrútafjörð. Sagt er að hann hafi búið bæði á Ytri-Bálkastöðum, sem eru utarlega á Heggstaðanesi, og Syðri-Bálkastöðum, sem eru innst í firðinum, en seinast í . Ýmsir virðast svo hafa fengið land hjá honum en margt er óljóst um landnám í Hrútafirði og mörk þeirra.

Sonur Bálka er sagður hafa verið Bersi goðlauss, sem nam Langavatnsdal. Hann var afi Bjarnar Hítdælakappa. Dóttir Bálka hét Geirlaug. Hún var amma Hólmgöngu-Bersa.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók á snerpa.is“.