Fara í innihald

Bersi goðlaus Bálkason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bersi Bálkason goðlaus var landnámsmaður sem byggði fyrstur Langavatndal í Mýrasýslu. Í Landnámabók segir að hann hafi fyrst búið á Bersastöðum (Bessastöðum) í Hrútafirði, en hann var sonur Bálka Blængssonar, sem nam Hrútafjörð allan. Síðan flutti hann sig um set og nam Langavatnsdal. Í Hauksbók Landnámu segir að landnámsjörð hans hafi heitið Torfhvalastaðir. Sagnir eru um byggð og jafnvel kirkjustað í dalnum fyrr á öldum en hann hefur þó yfirleitt legið í eyði.

Kona Bersa er sögð hafa verið dóttir Þórhadds landnámsmanns í Hítardal en sonur þeirra var Arngeirr faðir Bjarnar Hítdælakappa sem saga er um.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Landnámabók; af Snerpu.is“.