Tröllatunga
Jump to navigation
Jump to search
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Tröllatunga er sveitabær sem stendur við Steingrímsfjörð á Ströndum. Þar var prestssetur til ársins 1886, en kirkjustaður til 1909. Þá var kirkja reist á Kollafjarðarnesi og kirkjurnar á Felli í Kollafirði og Tröllatungu lagðar af. Á Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt forn klukka úr Tröllatungukirkju.
Sveitin sunnan megin við Steingrímsfjörð, frá Kollafjarðarnesi að Skeljavík, heitir Tungusveit eftir Tröllatungu. Sagt er að landnámsmaðurinn Steingrímur trölli hafi búið í Tröllatungu.
Frá Tröllatungu liggur akvegur yfir Tröllatunguheiði yfir í Geiradal við Gilsfjörð.
