Fara í innihald

Tröllatunga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tröllatunga er sveitabær sem stendur við Steingrímsfjörð á Ströndum. Þar var prestssetur til ársins 1886, en kirkjustaður til 1909. Þá var kirkja reist á Kollafjarðarnesi og kirkjurnar á Felli í Kollafirði og Tröllatungu lagðar af. Á Þjóðminjasafni Íslands er varðveitt forn klukka úr Tröllatungukirkju.

Sveitin sunnan megin við Steingrímsfjörð, frá KollafjarðarnesiSkeljavík, heitir Tungusveit eftir Tröllatungu. Sagt er að landnámsmaðurinn Steingrímur trölli hafi búið í Tröllatungu.

Frá Tröllatungu liggur akvegur yfir Tröllatunguheiði yfir í Geiradal við Gilsfjörð.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.