Öxney

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Öxney er eyja í Breiðafirði við mynni Hvammsfjarðar aðeins steinsnar frá Brokey. Fyrstur til að búa á Öxney var Eiríkur rauði en hann nam þar land eftir að hafa búið á Dröngum þar sem hann fæddist og í Dölum þar sem hann bjó fyrst eftir að hann réðst suður. Var Öxney seinasti staðurinn sem hann bjó á áður en hann hélt til Grænlands. Bærinn á eynni er vestarlega á norðurströndinni en bærinn sem Eiríkur er talinn hafa byggt er lengra inn til landins og hærra. Sökum þess að Eiríkur bjó þar hefur verið gerð nokkur fornleifafræðileg úttekt á eynni og voru gerðar fornleifarannsóknir þar árið 2007.

Eyjan er í einkaeign en heilsársbúseta féll niður um 1970.