Þröstur Hermundarson
Útlit
Þröstur Hermundarson var landnámsmaður í innanverðum Hrútafirði að vestan. Hann nam land með Grenjuði bróður sínum inn frá Borðeyri og bjuggu þeir á Melum að því er segir í Landnámabók. Þeir hafa því numið land í landnámi Bálka Blængssonar, en það var mjög stórt.
Landnáma segir ekkert hvaðan þeir bræður voru en rekur nokkra afkomendur þeirra beggja.