Vésteinn Végeirsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vésteinn Végeirsson var landnámsmaður í Dýrafirði; í Landnámabók segir að hann hafi numið land milli Hálsa og búið í Haukadal.

Vésteinn var bróðir Vébjarnar Sygnakappa og kom með honum og systkinum þeirra til landsins seint á landnámsöld. Kona hans var Þórhildur (einnig kölluð Gunnhildur og Hildur) dóttir Bjartmars, sonar Ánar rauðfelds. Börn þeirra voru þau Vésteinn og Auður. Vésteinn Vésteinsson bjó síðar í Önundarfirði og var „fardrengur góður“.

Þegar Þorbjörn súr kom til landsins var það alnumið. Landnáma segir að Vésteinn hafi gefið honum hálfan Haukadal en Gísla saga Súrssonar að hann hafi keypt land og búið á Sæbóli. Sonur hans, Gísli Súrsson, kvæntist Auði Vésteinsdóttur og bjuggu þau á Sæbóli ásamt Þorkatli bróður Gísla og Ásgerði konu hans. Ásgerður hafði lagt hug á Véstein Vésteinsson og leiddi það til þess að hann var veginn á laun. Var það upphaf þeirra atburða sem leiddu til þess að Gísli Súrsson varð sekur skóggangsmaður.