Hreðavatn

Hnit: 64°45′31″N 21°35′13″V / 64.75861°N 21.58694°A / 64.75861; 21.58694
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd tekin frá Grábrókargíg, Hreðarvatn efst til hægri með Bifröst í forgrunni.
Hreðavatn.

Hreðavatn er stöðuvatn í neðanverðum Norðurárdal í Borgarbyggð. Við vatnið stendur samnefndur bær. Í grennd Hreðavatns er laxveiðiáin Norðurá og fossarnir Laxfoss og Glanni, Grábrókarhraun og Grábrókargígar. Í vatninu er silungsveiði. Hreðavatnsskáli, byggður (1933), var fjölsóttur gisti- og áningar- og veitingastaður ferðamanna um áratugaskeið. Háskólinn á Bifröst, áður Samvinnuskólinn, með tilheyrandi byggð hefur verið starfræktur í landi Hreðavatns frá 1955. 'Hreða' er hér einkum talið skilt 'hraði' og 'hræða' og 'hríð' og talið merkja ófrið af einhverri sort.

Gróðurfar[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrir gróðri vaxnir hólmar með kjarrlendi og blómum eru í Hreðavatni og heita þeir Hrísey og Álftahólmi. Í landi Hreðavatns þar sem er eyðibýlið Hreðavatnssel, er sunnan undir Þórisengismúla að finna surtarbrand sem um skeið var unninn þar til eldsneytis. Surtarbrandsnámið gekk ekki sem skyldi og hrundu námagöngin á endanum saman. Þá hafa fundist þar jarðvegsleifar með steingervingum af jurtaleifum, svo sem laufblöðum trjáa, sem gefa til kynna að fyrir nokkuð löngu síðan hafi vaxið á Íslandi gróður, sem nú er helst að finna í sunnanverðri Mið-Evrópu. Í austurhlíðum Þorvaldsdals skammt frá Hreðavatnsseli, eru enn fremur ljóslituð jarðlög, botnlög stöðuvatns sem þar hefur verið fyrir um sjö milljónum ára. Þá hafa í landi Jafnaskarðs verið ræktaðar og gróðursettar innan skógræktargirðingar, ýmsar tegundir barrtrjáa sem dafna þar vel; þ.e. Jafnaskarðsskógur.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar. Mál og menning. ISBN 9979-3-0657-2.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.